Nokia 9300 - Flýtivísar takkaborðs þegar vafrað er

background image

Flýtivísar takkaborðs þegar vafrað er

Hér eru nokkrir gagnlegir flýtivísar fyrir takkaborðið þegar vafrað er. Fleiri flýtivísar sjást í valmyndunum við hliðina á

skipununum.

Sjá „Flýtivísar“, bls. 88.

• Styddu á Shift+stýripinnann til að opna tengil í nýjum glugga.
• Styddu á tab-takkann til að velja næsta box, hnapp eða annað form.
• Styddu á Ctrl+tab-takkann til að velja næsta ramma á síðu, ef það er hægt.
• Styddu á Shift+Ctrl+tab-takkann til að velja fyrri ramma á síðu, ef það er hægt.
• Styddu á A til að velja næsta tengil eða Q til að velja fyrri tengil á síðu.
• Styddu á D til að velja næsta þátt eða E til að velja fyrri þátt á síðu. Þáttur getur verið hvaða hlutur sem er á síðu, frá textastreng

(efnisgrein) til mynda.

• Styddu á S til að velja næstu fyrirsögn eða W til að velja fyrri fyrirsögn á síðu.
• Styddu á Chr+stýripinnanum upp eða Chr+stýripinnanum niður til að skruna um síðu skjá fyrir skjá.
• Styddu á Chr+stýripinnanum til hægri til að fara til loka síðu, eða Chr+stýripinnanum til vinstri til að fara í upphaf síðu.
• Styddu á G birta og fela myndir á síðu.
• Ef síðan hefur verið súmmuð út skaltu styðja á 6 til að súmma hana 100 %.
• Styddu á bil til að þenja út möppu eða draga hana saman í bókamerkjaskjánum.
• Styddu á Esc til að loka bókamerkjaskjánum.
• Styddu á backspace-takkann til að eyða bókamerki.

V e f u r i n n

Copyright © 2004-2005 Nokia. All Rights Reserved.

40

background image

7.