Nokia 9300 - Mótald

background image

Mótald

Þú getur notað tækið sem mótald með samhæfri tölvu.
Farðu í

Desk

>

Tools

>

Modem

.

Áður en þú getur notað tækið sem mótald:
• Þú þarft viðeigandi gagnasamskiptahugbúnað á tölvunni.
• Þú verður að vera áskrifandi að viðeigandi símkerfisþjónustu hjá þjónustuveitunni þinni eða netþjónustuveitu.
• Þú verður að hafa viðeigandi rekla uppsetta á tölvunni þinni. Þú verður að setja upp DKU-2 (USB) rekla fyrir snúrutengingu

og þú getur þurft að setja upp eða uppfæra rekla fyrir Bluetooth eða innrauða tengingu.

• Mælt er með því að Nokia Modem Options forritið sé sett upp á tölvunni.
Nánari upplýsingar er að finna á www.nokia.com og Notendahandbók fyrir Nokia PC Suite.
Til að tengja tækið við samhæfa tölvu með innrauðri tengingu, styddu á

Activate

. Styddu á

Disable

til að aftengjast.

Ábending: Til að nota tækið sem mótald með Bluetooth eða snúrutengingu verðurðu að tengja það við samhæfa tölvu

og virkja mótaldið frá tölvunni.

Athugaðu að hugsanlegt er að ákveðnir samskiptamöguleikar verði ónothæfir á meðan tækið er notað sem mótald.