
Data mover (Gagnaflytjari)
Þú getur notað
Data mover
til að flytja tiltekin gögn, svo sem tengiliði og stillingar, úr Nokia 9200 Communicator í Nokia 9300
með innrauðu tengi eða minniskorti. Áður en þú byrjar skaltu ganga úr skugga um að það sé nægjanlegt minni laust í tækjunum
eða minniskortinu fyrir flutninginn. Athugaðu að ef laust minni er undir 2 Mb geturðu ekki flutt gögn.
Notaðu ekki Nokia 9300 þegar þú notar gagnaflytjarann. Slökktu á símanum, ef það er mögulegt. Gakktu úr skugga um að næg
hleðsla sé á rafhlöðunni. Ef hún er ónæg skaltu tengja tækið við hleðslutæki.
Til athugunar: Áður en þú getur notað samhæft minniskort með Nokia 9300 verður þú að umbreyta minniskortinu
með Gagnaflytjaranum og setja aftur upp forritin sem þú hefur áður sett upp á minniskortinu. Þú skalt hins vegar ekki
setja aftur upp forrit sem voru foruppsett fyrir Nokia 9210 Communicator. Nokia 9300 inniheldur nýrri útgáfur af
þessum forritum og þú verður að nota þær útgáfur með Nokia 9300.
Um fleiri skref getur verið að ræða, háð þeirri gerð gagna sem þú vilt flytja, flutningsaðferðinni sem þú vilt nota, því hversu
mikið minni er laust í tækjunum eða á minniskortinu þínu, eða fjölda fyrri flutninga sem tókust eða mistókust. Gakktu úr skugga
um að innrauðu tengin á tækjunum snúi hvort að öðru.
Lestu alltaf leiðbeiningarnar sem gagnaflytjarinn birtir á skjánum.
1. Farðu í
Desk
>
Tools
>
Data mover
. Ef gögn eru á minniskorti, stingdu því þá í símann þinn úr Nokia 9200 línu Communicator.
Styddu á
Continue transfer
.
2. Veldu borg og land og styddu á
OK
.
3. Virkjaðu innrauða tengið á báðum tækjum, gakktu úr skugga um að tengin snúi hvort að öðru og styddu á
Continue
. Innrauðri
tengingu er komið á milli tækjanna.
4. Styddu á
Send data collector
til að senda gagnaflytjarann í Nokia 9200 Communicator. Gagnaflytjarinn er sendur sem innrauð
skilaboð í Nokia 9200 Communicator. Styddu á
Open
í 9200 útgáfunni af Communicator til að setja upp Gagnasöfnunartólið.
Ef
Open
er ekki til staðar skaltu styðja á
Save
til að vista uppsetningarskrána og opna hana úr Skráarstjóranum. Gagnaflytjarinn
fer sjálfkrafa í gang eftir uppsetninguna. Því sem eftir er af gagnaflutningnum er stjórnað með Nokia 9300 símanum. Þegar
búið er að setja gagnaflytjarann upp, ýttu á
Connect data coll.
á Nokia 9300 símanum.
5. Í Nokia 9300 skaltu velja gögnin sem þú vilt flytja úr Nokia 9200 Communicator. Þú getur flutt dagbókar- og
tengiliðaupplýsingar, skilaboð, stillingar, skjöl og myndir. Sumar skrár, líkt og nafnspjöld í skilaboðum og tölvupóstskeyti
sem ekki eru vistuð í Innhólfinu, eru ekki flutt.
6. Styddu á
Transfer infrared
eða
Transfer mem. card
, eftir því hvaða aðferð þú vilt nota.
7. Styddu á
Start transfer
. Ef flutningurinn stöðvast skaltu endurræsa gagnaflytjarann og halda flutningnum áfram. Ef
flutningurinn stöðvast aftur er mögulegt að það sé eitthvað að gögnunum sem þú ert að reyna að flytja. Ræstu
gagnaflutninginn aftur, án þess að velja þau gögn sem virðast valda vandamálinu.
8. Styddu á
OK
eftir flutninginn til að ljúka ferlinu.
9. Styddu á
Exit
til að loka gagnaflytjaranum, eða
Convert mem. card
til að umbreyta minniskorti til notkunar í Nokia 9300.
Það getur tekið nokkurn tíma að flytja mikið magn gagna úr Nokia 9200 Communicator.