
Skrunað og valið
Notaðu örvalyklana eða stýripinnann til að færa bendilinn og velja atriði á notendaviðmóti communicator.
Skrunað um notendaviðmót communicator
Þú getur notað fjóra mismunandi örvalykla til að skruna. Að skruna merkir að fara upp, niður, vinstri og hægri í forritahópunum
á skjáborðinu, í forriti, í textanum eða í valmyndinni. Stýripinninn virkar á svipaðan hátt og örvalyklarnir, en þú getur líka þrýst
stýripinnanum niður til að opna skrár eða framkvæma aðgerð undirstrikaðs skipanahnapps.
Valið
Til að velja texta vinstra megin við bendilinn, styddu á og haltu Shift-lyklinum inni og styddu á vinstri örvatakkann þar til textinn
hefur verið valinn. Til að velja texta hægra megin við bendilinn, styddu á og haltu Shift-lyklinum inni og styddu á hægri
örvatakkann þar til textinn hefur verið valinn.
Til að velja mismunandi atriði eins og skilaboð, skrár eða tengiliði, styddu á örvalyklana upp, niður, vinstri eða hægri til að
skruna að atriðinu sem þú vilt.
Til að velja eitt atriði í einu, skrunaðu að fyrsta atriðinu, styddu á og haltu inni Ctrl-lyklinum, skrunaðu að næsta atriði og styddu
á bilslána til að velja það.
Til að velja hlut í skrá, til dæmis viðhengi í skjali, færðu bendilinn að hlutnum þannig að ferhyrnd merki birtist sitt hvoru megin
við hlutinn.
Til að velja reit í vinnuörk, færðu bendilinn að reitnum sem þú vilt. Til að velja heila röð, færðu bendilinn að fyrsta reitnum í
fyrsta dálkinum í röðinni og styddu á Shift+vinstri örvalykilinn. Til að velja heilan dálk, færðu bendilinn að fyrsta reitnum í
dálkinum sem þú vilt velja og styddu á Shift+ör upp.